Að ferðast um Ísland - hagnýtar upplýsingar.

Júlí er tíminn sem flestir landsmenn nota til að ferðast innanlands og skoða landið. Flestir tengja það við fólkið í borginni og öðru þéttbýli en það sama gildir um bændur og annað dreifbýlisfólk.

Þegar ég er á slíkum ferðalögum tek ég eftir ýmsu sem betur mætti fara frá sjónarhóli þess sem er að skoða landið og njóta þess að vera í leyfi. Það eru fyrst merkingar um leiðir og ýmsar hagnýtar upplýsingar og við skulum setja okkur í þau spor að við þekkjum ekki landshlutann sem við erum að skoða. Þá er ekki nóg að vera með útgefna pésa og blaðauka sem byggja mest á því að aulýsa þjónustu í ferðaiðnaði. Það eru t.d. mikilvægar upplýsingar frá RÚV og öðrum sem senda dagskrá á hljóðvarpi um hvaða tíðnir heyrast á hverju svæði. Reyndar eru það ótrúlega margar tíðnir sem RÚV notar víðsvegar um landið og það eru ekki öll viðtæki sem geta fundið stöðvarnar sjálfvirkt og oft er merkið of veikt til þess. Það eru einnig mikilvægar upplýsingar um ástand vega.

Við vorum með tjald af þeirri gerð sem oft er nefnt fjölskyldutjald og gistum á tjaldsvæði Ólafsvíkur aðfaranótt mánudags. Um nóttin hvessti svo að hressilega tók í tjaldið og þegar við vorum komin að tebollanum eftir morgunkornið var ástandið orðið uggvænlegt. Tjaldið tók að leggjast niður á borðið í hrinunum og þega brast í einum fíber-boganum og hann brotnaði varð ég að skvetta restinni úr tebollanum, stökkva út og losa bognana úr öðru megin og leggja tjladið þannig niður. Saman lögðumst við síðan á tjaldið og rúlluðum því svo saman undan vindhliðinni um leið og einn og einn hæll var losaður. Þetta hljómar eins og frásögn frá þjóðhátíð í Eyjum (þar er alltaf gott verður!) en var sem sagt á Snæfellsnesi. Þetta er dæmi um að veðurspá sem gildir fyrir landshluta er ekki nægjanlega nákvæm. Vissulega var spáð sunnanátt, enn ekki miklum vindi. Þeir sem þekkja staðhætti ættu þá að vita að við slík skilyrð getur vindur orðið mjög varasamur í kviðum skjólmegin við fjöll, einkum neðan við fjallaskörð. Starfsmenn á tjaldstæðum gætu komið slíkum ábendingum til skila og reyndar hafa orðið slíkar framfarir í verðuspám að unnt er að spá um staðbundin verðurskilyrði.

Þegar lagt var upp á Fróðárheiðina lék okkur hugur á að vita um vindlag á leiðinni og hringdum í síma 1779 eins og bent var á með skilti við veginn. Þar voru aðeins fregnir af hægum vindi 6 m/s en það var ekki það sem við fundum á bílnum sem trúlega var nær 16 m/s og það sem er mikilvægara þegar einhver farangur er á toppnum, það eru stormhviðurnar. Um þær voru engar upplýsingar. Það eru hviðurnar sem velta bílum, tæta upp tjöld og rífa þök af húsum.

Ferðamennirnir í krinum okkur áttu í erfiðleikum með tjöld sín, nema eitt lágreist tunnulaga tjald sem stóð sig best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband