Hvers vegna ég styð Ómar Ragnarsson

Það vekur greinilega viðbrögð þegar Ómar tjáir sig á bloggi sínu. Ég kíkti á það áðan og þegar voru 16 búnir að tjá sig og margir sárir við Ómar.

Það sem margir gleyma í hita umræðunnar um álver hér eða þar, er að málið snýst fyrst og fremst um öflun orkunnar með virkjunum og alvarlegu inngripi í perlur náttúru Íslands. Sumir sjá ekki neinar perlur og það er lítið við því að gera. Verðmætamat fólks er einfaldlega misjafnt en vonandi eiga augu fleiri eftir að opnast fyrir því hve rík við erum sem erum börn Íslands.

Ómar er minn maður vegna þess að hann hefur hjarta sem virðist slá í takt við landið. Hann er minn maður vegna þess að hann lætur nú hjartað ráða og vinnur af hugsjón, hann hefur sýn um framtíð sem er mér meira að skapi en hagvöxtur og skemmdir ávextir efnishyggjunnar. Ég hef alltaf verið veikur fyrir slíku og í augum mínum er land okkar lifandi sköpun Guðs. Ómari kann að verða svarafátt þegar spurt er um viss atriði í rekstri okkar flókna þjóðfélags en það er eðlilegt svona í upphafi en ég efast samt ekki um að óhætt er að treysta honum. Í stjórnmálum skiptir hjartalag meira máli en fræðin og enginn vinnur einsamall á þeim vettvangi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband