Að trúa á réttarríkið

Sonur minn sem nú er uppkominn lenti í svipaðri árás á unglingsaldri, einmitt þegar hann beið eftir strætó. Við fórum til lögreglunnar og gáfum skýrslu og síðar fundust strákar þessir. Það sem mér varð ljóst eftir þetta var hve mikilvægt er að geta treyst því að við búum í réttarríki. Málinu lauk með sátt og þar með var mesti sársaukinn farinn. Í upphafi trúði minn drengur ekki á annað réttlæti en að safna liði og hefna sín.

Ég segi - tökum aldrei réttlætið í okkar hendur eins og sagt er. Það er t.d. skuggalegt brot á mannréttindum þegar dæmdur maður tekur út refsingu sína á Hrauninu og svo ætla samfangar að taka að sér að refsa honum því til viðbótar. Það má ekki líðast. 


mbl.is Ráðist á unglingspilt í strætóskýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband