5.1.2016 | 17:24
Slysahætta í strætó
Það er sjálfsagt að kæra slík tilvik til lögreglu, en ekki láta nægja að kvarta til fyrirtækisins. Einföld rannsókn lögreglu kynni að leiða í ljós hvað er að, en slík tilvik hafa nú komið í fréttir s.l. tvo daga.
Ég hef ekki heyrt um að Strætó reki gæðakerfi, en það getur náð bæði til tæknibúnaðar og til verklags starfsmanna. Nokkur fyrirtæki bjóða þjónustu við að koma upp gæðakerfum og vottunarstofur taka þau út. Gæðatrygging á að geta komið í veg fyrir slík tilvik og önnur áþekk, þar sem farþegar eru settir í hættu.
Dæmi má nefna svo sem að taka snöggt af stað þegar farþegar eru enn á leið í sæti eða að fara of hratt yfir hraðahindranir sem veldur tjóni á vögnunum.
Drengur festist í dyrum Strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.