Hættuleg tjaldsvæði!

Þessi frétt kemur mér ekki á óvart.

Við hjónin stunduðum gönguferðir um hálendið í mörg ár og vorum þess vegna vön að sofa í litlu göngutjaldi. Þegar svo við þurftum að gista á almennu tjaldsvæði nálægt þjóðveginum þá vorum við alltaf smeyk um að verða undir þessum stóru tækjum sem flestir eru með í dag og áttum frekar samleið með útlendingunum sem einni voru í göngu eða hjólatjöldum.

Það sér hver maður að lítið göngutjaldi, stundum í "felulitum" á ekki að vera á sama svæði og bílar, hvort sem það eru jeppar með hjólhýsi eða sérbúnir ferðabílar sem margir eru mjög stórir. Þeir þurfa alls ekki að vera á grænni flöt, góð hellulögn með rafmagni hentar þeim betur.

Að lokum vænti ég þess að sýslumaðurinn á Ísafirði kæri þennan ökumann, hann er hættulegur og gerði tilraun til manndráps. Erlendur ferðamaður getur ekki staðið í því að kæra eða verja sig í hinu íslenska réttarkerfi.

Kveðja til allra ferðalanga sem ganga vel um landið.


mbl.is Ók drukkinn um tjaldsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband