Vísað úr landi eftir 18 daga hungurverkfall

Þetta er grimmd vélræns kerfis.

Hvað er hægt að gera til að styðja þennan einstakling og milda áhrifin af höfnun okkar stjórnvalda?

Hvað tekur við í Grikklandi?

 

 


mbl.is Vísað úr landi eftir 18 daga hungurverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skíta eða skjóta

 Lögreglan hefur ekki treyst íslenskukennslu FÁ og talið að sá sem skrifaði skíta hafi ætlað að skjóta.

Á vefsíðu Árnastofnunar má finna eftirfarandi:

ég skít - við skítum - ég skeit - við skitum

ég skýt - við skjótum - ég skaut - við skutum

Með kveðju til íslenskukennara FÁ.


mbl.is Lögregluaðgerð vegna Facebook-færslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindkæling

Það eru ekki góð vísindi að tala um vindkælingu um leið og fjallað er um hita- og kuldamet og ég trúi ekki að Árni veðurfræðingur hjá Veðurstofu hafi gert það.

 


mbl.is 117 gráða munur milli staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afturbeygð fornöfn

Þegar ég lærði íslensku í skóla hefði þessi fyrirsögn sagt að konan hafi nauðgað sjálfri sér - en skv. efni fréttar nauðgaði kennslukonan honum (nemandanum).

Hvað hefur breyst? - fræði okkur íslenskufróðir.


mbl.is Skilur við konuna sem nauðgaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notum íslensku fremur en ensku

Meginmálið er að nota nafn landsins á okkar eigin tungu (ÍSLAND) og getum svo reynt að kenna réttan framburð á því. Hollendingar fara nálægt réttum framburði, því að þeir rita Ijsland ef ég man rétt.

Við eigum ekki að vera feimin við það þegar við gefum upp heimilisfang og fleira.

Ég hef t.d. verið að prófa að nota rétta stafsetningu á nafni mínu erlendis, það er með í/Í og ð/Ð og það hefur oftast gengið vel.


mbl.is Hafnaði því að afskrá „Iceland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slysahætta í strætó

Það er sjálfsagt að kæra slík tilvik til lögreglu, en ekki láta nægja að kvarta til fyrirtækisins. Einföld rannsókn lögreglu kynni að leiða í ljós hvað er að, en slík tilvik hafa nú komið í fréttir s.l. tvo daga.

Ég hef ekki heyrt um að Strætó reki gæðakerfi, en það getur náð bæði til tæknibúnaðar og til verklags starfsmanna. Nokkur fyrirtæki bjóða þjónustu við að koma upp gæðakerfum og vottunarstofur taka þau út. Gæðatrygging á að geta komið í veg fyrir slík tilvik og önnur áþekk, þar sem farþegar eru settir í hættu.

Dæmi má nefna svo sem að taka snöggt af stað þegar farþegar eru enn á leið í sæti eða að fara of hratt yfir hraðahindranir sem veldur tjóni á vögnunum.

 


mbl.is Drengur festist í dyrum Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torskildir myndatexta við "Hermann".

Ég er áskrifandi að Mbl. og finnst góð tilbreyting frá fréttum og þjóðmálaumræðu að skoða græskulaust gaman á síðunni Dægradvöl.

Oft á ég þó erfitt með að skilja myndatextana og þarf að geta mér til um hvernig textinn hafi verið á erlendu máli áður en hann var þýddur.

Dæmi er mynd í dag þar sem fullorðin hjón eru á útsölu og karlinn við spegil að máta buxur. Textinn er: "ÞÆR ERU ÞÚ. ÉG VAR AÐ VONA AÐ VIÐ GÆTUM GERT BETUR EN ÞAÐ."

Ég get ekki ráðið merkingu þessa texta.


Er þetta rétt beyging í fréttinni?

Kllippt og límt úr frétt:

Þar sem banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni grunaði...

 


mbl.is Kröfðust framsals frá Skandinavíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPOT - skilaboð

Fréttin greinir frá SPOT tæki.

Slík tæki senda staðarákvörðun reglulega án þess að sá sem ber það þurfi að gera nokkuð annað en að hafa kveikt á því. Oftast eru tækin stillt þannig að þau senda nokkur merki á klst. Skilaboð til vinkonu á 12 tíma fresti hljóta því að vera það sem kallast OK merki á SPOT tækinu, t.d. í lok dags og að morgni. Auk þess er neyðarhnappur á tækinu.

Sjá slóð á lýsingu tækis:

https://www.findmespot.eu/en/index.php?cid=100

 


mbl.is Konan er ófundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekk­ir þú mann­inn? 20.6.2014.

Þessi sjálfsmynd er tekin í Avignon í Frakklandi.

Hluti af brú frá 12. öld "Pont d'Avignon" er í bakgrunni.

Einnig sést í byggingar "Palais des Papes".

Manninn þekki ég ekki.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband