Hver er raunveruleg skýring?

Nú ætti að vera hagstætt að ferðast til Íslands.

Fram kemur að Ferðatryggingasjóður vilji ekki tryggja ferðir nema frá Oslól

Ég álykta því að vandamálið sé hjá þeim í Noregi, en ekki ótti við ferðir til Íslands.


mbl.is Islandsferder hættir við fjölda ferða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuleg tjaldsvæði!

Þessi frétt kemur mér ekki á óvart.

Við hjónin stunduðum gönguferðir um hálendið í mörg ár og vorum þess vegna vön að sofa í litlu göngutjaldi. Þegar svo við þurftum að gista á almennu tjaldsvæði nálægt þjóðveginum þá vorum við alltaf smeyk um að verða undir þessum stóru tækjum sem flestir eru með í dag og áttum frekar samleið með útlendingunum sem einni voru í göngu eða hjólatjöldum.

Það sér hver maður að lítið göngutjaldi, stundum í "felulitum" á ekki að vera á sama svæði og bílar, hvort sem það eru jeppar með hjólhýsi eða sérbúnir ferðabílar sem margir eru mjög stórir. Þeir þurfa alls ekki að vera á grænni flöt, góð hellulögn með rafmagni hentar þeim betur.

Að lokum vænti ég þess að sýslumaðurinn á Ísafirði kæri þennan ökumann, hann er hættulegur og gerði tilraun til manndráps. Erlendur ferðamaður getur ekki staðið í því að kæra eða verja sig í hinu íslenska réttarkerfi.

Kveðja til allra ferðalanga sem ganga vel um landið.


mbl.is Ók drukkinn um tjaldsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að ferðast um Ísland - hagnýtar upplýsingar.

Júlí er tíminn sem flestir landsmenn nota til að ferðast innanlands og skoða landið. Flestir tengja það við fólkið í borginni og öðru þéttbýli en það sama gildir um bændur og annað dreifbýlisfólk.

Þegar ég er á slíkum ferðalögum tek ég eftir ýmsu sem betur mætti fara frá sjónarhóli þess sem er að skoða landið og njóta þess að vera í leyfi. Það eru fyrst merkingar um leiðir og ýmsar hagnýtar upplýsingar og við skulum setja okkur í þau spor að við þekkjum ekki landshlutann sem við erum að skoða. Þá er ekki nóg að vera með útgefna pésa og blaðauka sem byggja mest á því að aulýsa þjónustu í ferðaiðnaði. Það eru t.d. mikilvægar upplýsingar frá RÚV og öðrum sem senda dagskrá á hljóðvarpi um hvaða tíðnir heyrast á hverju svæði. Reyndar eru það ótrúlega margar tíðnir sem RÚV notar víðsvegar um landið og það eru ekki öll viðtæki sem geta fundið stöðvarnar sjálfvirkt og oft er merkið of veikt til þess. Það eru einnig mikilvægar upplýsingar um ástand vega.

Við vorum með tjald af þeirri gerð sem oft er nefnt fjölskyldutjald og gistum á tjaldsvæði Ólafsvíkur aðfaranótt mánudags. Um nóttin hvessti svo að hressilega tók í tjaldið og þegar við vorum komin að tebollanum eftir morgunkornið var ástandið orðið uggvænlegt. Tjaldið tók að leggjast niður á borðið í hrinunum og þega brast í einum fíber-boganum og hann brotnaði varð ég að skvetta restinni úr tebollanum, stökkva út og losa bognana úr öðru megin og leggja tjladið þannig niður. Saman lögðumst við síðan á tjaldið og rúlluðum því svo saman undan vindhliðinni um leið og einn og einn hæll var losaður. Þetta hljómar eins og frásögn frá þjóðhátíð í Eyjum (þar er alltaf gott verður!) en var sem sagt á Snæfellsnesi. Þetta er dæmi um að veðurspá sem gildir fyrir landshluta er ekki nægjanlega nákvæm. Vissulega var spáð sunnanátt, enn ekki miklum vindi. Þeir sem þekkja staðhætti ættu þá að vita að við slík skilyrð getur vindur orðið mjög varasamur í kviðum skjólmegin við fjöll, einkum neðan við fjallaskörð. Starfsmenn á tjaldstæðum gætu komið slíkum ábendingum til skila og reyndar hafa orðið slíkar framfarir í verðuspám að unnt er að spá um staðbundin verðurskilyrði.

Þegar lagt var upp á Fróðárheiðina lék okkur hugur á að vita um vindlag á leiðinni og hringdum í síma 1779 eins og bent var á með skilti við veginn. Þar voru aðeins fregnir af hægum vindi 6 m/s en það var ekki það sem við fundum á bílnum sem trúlega var nær 16 m/s og það sem er mikilvægara þegar einhver farangur er á toppnum, það eru stormhviðurnar. Um þær voru engar upplýsingar. Það eru hviðurnar sem velta bílum, tæta upp tjöld og rífa þök af húsum.

Ferðamennirnir í krinum okkur áttu í erfiðleikum með tjöld sín, nema eitt lágreist tunnulaga tjald sem stóð sig best.


Friðland hvala og refa

Jafnvægið í náttúrunni er flókið mál og ekki er ég vel að mér í þeim fræðum. Mér þykir þó skorta almenna skynsemi í málflutningi sumra sem líta á hvalveiðar sem illan gerning.

Ég rölti um nágrenni Hesteyrar s.l. sumar og það vantaði allan mófugl á heiðum millia fjarða og víkna. Síðast í gær mátti sjá grein í DV um hve hart dýrbíturinn gengur að lömbum bænda við Ísafjarðardjúp. Algjör friðun á einni tegund eins og refnum er áhugaverð tilraun, en hún kostar misvægi í lífríkinu.

Lýsing Landnámu á landgæðum þegar forfeður okkar komu til landsins er lýsing á náttúruparadís. Landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru og firðir voru fullir af fiski. Við höfum beitt landið um aldir, þurrkað upp votlendi, fært ár úr farvegi sínum, flutt inn minkinn, lifað af fiskveiðum allt frá því að vélin hélt innreið sína um aldamótin 1900 og við höfum raskað jafnvægi náttúrunnar og  spillt hrygningarstöðvum með ýmsum hætti bæði á sjó og landi.

Við eigum aðeins um tvo kosti að velja. Annað hvort að hætta öllum veiðum eða að temja okkur hugsunarhátt bóndans sem ræktar landið sitt og nytjar bústofninn eins og góður ráðsmaður gæða sem eiga að endast um ókomnar kynslóðir. Slíkur bóndi ræktar ekki "heilagar kýr".

Bestu kveðjur. 


mbl.is Svíar gagnrýna hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða flóttaleiðir ?

Gott er að heyra að enginn beið heilsutjón.

Það er áhugavert að fá að heyra hvaða flóttaleiðir eru í svona háu húsi.

Kveðja.


Besta vörnin er að sjá hætturnar fyrir.

Við vonum að slökkvistarfið gangi vel og enginn bíði heilsutjón af.

Fróðlegt væri að fá að heyra um hverngig brunavörnum er háttað í þessu háa húsi og hvaða flóttaleiðir hafa verið fyrirhugaðar.


mbl.is Eldur í Turninum í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipið Logos.

Ég sé að einhverjir eru efins um þessa frétt.

Eins og sumir vita merkir "logos" orð á grísku og þekkt er hið magnaða upphaf guðspjalls Jóhannesar í nýja testamentinu: Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð."
Við þekkjum einnig að í sköpunarsögu Biblíunnar segir að Guð sagð eitthvað - og það varð til.

Þannig er veröldin huglæg fremur en efnisleg og orðið er tákn hinnar skapandi hugsunar.  Ef ég er orðinn til fyrir hugsun Guðs og hann þekkir mig með nafni er það mér nægur tilverugrundvöllur miklu fremur en eignir eða jafnvel eiginn líkami.

Tilefni þess að ég skrifa á þessum nótum er að ég tel mig vita að sjálfboðaliðarnir á Logos séu að meirihluta kristin ungmenni og mikið af bókum um trú og kristin lífsviðhorf sé að finna í bóksölu og bókasafni skipsins. Jafnframt því mun vera um almennt fræðandi og mannbætandi bækur að ræða. Starfsemin flokkast undir "non profit" og er ungu fólki boðið að gerast sjálfboðaliðar og ferðast um heiminn í allt að 2 ár til að vinna að málefninu.

Það er svo líklega ekki tilviljun að þetta skip sem flytur menningu og boðskap kemur í heimsókn hingað á menningarnótt Reykjavíkur.

Slóð á upplýsingar á heimasíðu er: http://www.mvlogos2.org/index.php?option=com_content&task=view&id=147&Itemid=202

 

 


mbl.is Fljótandi bókamarkaður í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðir seðlar og lýðræði

Fyrir sumar kosningar hef ég ekki getað fundin neinn flokk sem ég hef verið sáttur við. Þá hefur komið fyrir að ég hef skilað auðu eða beitt útstrikunum einstakra frambjóðenda. Þess mun þó ekki gerast þörf fyrir þessar kosningar. 

Við vitum að slík kosning hefur hverfandi áhrif á úrslitin, hún er einfaldlega tjáning á viðhorfi. Hugtakið lýðræði er orðið innihaldsríkt hugtak og merkir ekki aðeins að meirihlutinn ráði, eða sé a.m.k. látinn halda það, lýðræði felur einnig í sér skoðana- og tjáningarfrelsi í huga mínum. Það er jafnvel meira virði en valdið sjálft og þess vegna get ég með góðri samvisku kosið flokk sem hætta er á að fái ekki það lágmark sem þarf til að fá þngmenn.

Af þessari ástæðu er það lítilsvirðing við kjósendur sem gera sér ferð á kjörstað til þess að skila auðu að geta þeirra ekki sérstaklega heldur spyrða þá við annan hóp sem gerir ógilt. Við heyrum oft sagt frá þessu þannig að auðir seðlar og ógildir hafi verið svo og svo margir. Sá meðvitaði en fámenni hópur sem skilar auðu er að senda skilaboð og á ekki mikið sameiginlegt með þeim sem kunna ekki að fara eftir leiðbeiningum við kosningar eða brjóta reglur.

 


Að trúa á réttarríkið

Sonur minn sem nú er uppkominn lenti í svipaðri árás á unglingsaldri, einmitt þegar hann beið eftir strætó. Við fórum til lögreglunnar og gáfum skýrslu og síðar fundust strákar þessir. Það sem mér varð ljóst eftir þetta var hve mikilvægt er að geta treyst því að við búum í réttarríki. Málinu lauk með sátt og þar með var mesti sársaukinn farinn. Í upphafi trúði minn drengur ekki á annað réttlæti en að safna liði og hefna sín.

Ég segi - tökum aldrei réttlætið í okkar hendur eins og sagt er. Það er t.d. skuggalegt brot á mannréttindum þegar dæmdur maður tekur út refsingu sína á Hrauninu og svo ætla samfangar að taka að sér að refsa honum því til viðbótar. Það má ekki líðast. 


mbl.is Ráðist á unglingspilt í strætóskýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SA eru ekki eins einfaldir og þeir látast vera

Ég hef haft nóg samskipti til Samtök Atvinnulífsins til að sjá að venjulega vita þeir hvað þeir syngja en hér tala þeir gegn betri vitund eða átta sig ekki á einfaldri staðreynd.

Orkulindir landsins eru nefnilega takmörkuð auðlind og eitt fyrirtæki getur ekki gert út á það að fá af henni það sem hugurinn girnist. Það þarf ekki að minn á að byggðarlög og álfyrirtæki keppast um kvótann. Skoðum  þá hliðstæðu að einhver útgerð eða fiskvinnsla vildi þrefalda stærð sína, eða ef kúabóndi á Suðurlandi vildi kaupa upp allt ónýtt og þurkað votlendi á svæði Flóaveitunnar sálugu og setja upp sannkallaða mjólkurstóriðju með 5000 kúm. Nei þar er kvóti, takmörkuð auðlind sem í fyrra dæminu eru fiskimiðin og síðara dæminu markaðurinn. Það mætti svo kjósa um hvort þetta eða hitt fyrirtækið mætti stækka en það væri aukaatriði.   


mbl.is SA segir atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði umhugsunarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband