Friðland hvala og refa

Jafnvægið í náttúrunni er flókið mál og ekki er ég vel að mér í þeim fræðum. Mér þykir þó skorta almenna skynsemi í málflutningi sumra sem líta á hvalveiðar sem illan gerning.

Ég rölti um nágrenni Hesteyrar s.l. sumar og það vantaði allan mófugl á heiðum millia fjarða og víkna. Síðast í gær mátti sjá grein í DV um hve hart dýrbíturinn gengur að lömbum bænda við Ísafjarðardjúp. Algjör friðun á einni tegund eins og refnum er áhugaverð tilraun, en hún kostar misvægi í lífríkinu.

Lýsing Landnámu á landgæðum þegar forfeður okkar komu til landsins er lýsing á náttúruparadís. Landið var skógi vaxið milli fjalls og fjöru og firðir voru fullir af fiski. Við höfum beitt landið um aldir, þurrkað upp votlendi, fært ár úr farvegi sínum, flutt inn minkinn, lifað af fiskveiðum allt frá því að vélin hélt innreið sína um aldamótin 1900 og við höfum raskað jafnvægi náttúrunnar og  spillt hrygningarstöðvum með ýmsum hætti bæði á sjó og landi.

Við eigum aðeins um tvo kosti að velja. Annað hvort að hætta öllum veiðum eða að temja okkur hugsunarhátt bóndans sem ræktar landið sitt og nytjar bústofninn eins og góður ráðsmaður gæða sem eiga að endast um ókomnar kynslóðir. Slíkur bóndi ræktar ekki "heilagar kýr".

Bestu kveðjur. 


mbl.is Svíar gagnrýna hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband